20.6.2007 | 14:23
Afmælistúr
Í kvöld verður að venju hist við Hafnarborg kl.20:00. Við munum hjóla út að Garðaholti, þaðan yfir á Álftanesveg, í gegnum Norðubæinn og endað í Hellisgerði. Áð verður í Hellgisgerði þar sem félagið var stofnað fyrir heilu ári og einum degi síðan. Endilega komið með nesti.
Kveðja,
Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, formaður
Athugasemdir
Cool! Mæti
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 20.6.2007 kl. 14:28
Ég mun leggja mig alla fram um að mæta. En ég má til að lýsa hrifningu minni á myndunum af stjórnarkonunum.
Eitt enn, ætlið þið að hafa með ykkur nesti sem gutlar í?
Kveðja - sej í gbæ
Sigríður Erla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:59
Flott mynd af þér!
En ég myndi gjarnan vilja koma við upp á holti ef það er opið þar sem mótorreiðhjólin fást - við Stebba vorum svo "gasalega skotnar" eftir prufutúrin í gær.
Valgerður Halldórsdóttir, 20.6.2007 kl. 15:02
Já það má gutla í þessu en þar sem ég er líka formaður Bindindisfélags hafnfirskra kvenna þá kem ég með óáfengt gutl og svo syng ég edrúlegar drykkjuvísur.
E
Hjólreiðafélag hafnfirskra kvenna, 20.6.2007 kl. 15:11
Verður ekki hjólað annað kvöld?
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 26.6.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.