Munið miðvikudagstúrinn!

bikeSælar konur! 

Laugardagstúrinn var fínn, en við Guðrún Helga mættum tvær í yndislegu veðri og hjóluðum út á Álftanes og enduðum í kaffi á Thorsplani. 

Á morgun  ætlum að hittast við Hafnarborg  kl. 20.00 og hjóla já hvert?

Ef engin önnur  er með tillögu þá legg ég til að við hjólum inn í Garðabæ og heim í gegnum Setbergið. Við byrjum á að fara út Herjólfsgötuna, framhjá Hrafnistu og þaðan yfir í Garðabæ. Síðan hjólum við út Strandveginn og þaðan að Stjörnuheimilinu - og síðan inn í Hafnarfjörð - framhjá  Fjarðarkaupum - út í Setberg  - meðfram Læknum og endum síðan í Hafnarborg.

 Formaðurinn er úti - en við reynum auðvitað að gera hana stolta af okkur og mætum sem flestar.Smile

Með bestu kveðju

Valgerður Aðalritari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar konur,

mér líst mjög vel á þennan slóða. Mæti með bros á vör, nesti og nýja skó. Auðvitað verður að halda formanninum stoltum og halda uppi heiðri klúbbsins. Annars er ég með tillögu til að bæta mætingu kvenna. . . . . það er að hjóla framhjá húsum þeirra og vekja á okkur athygli með flauti, bjölluhringingum eða söng. Verið vissar, ef þær eru heima, þá mæta þær næst. Við sækjum þær heim.

Með bestu kveðju

Bryndís óbreytt hhk.

Bryndís (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Því miður kemst ég ekki í kvöld - er lasin.

Valgerður Halldórsdóttir, 27.6.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband