Afmælistúr

hjolakonaÍ kvöld verður að venju hist við Hafnarborg kl.20:00. Við munum hjóla út að Garðaholti, þaðan yfir á Álftanesveg, í gegnum Norðubæinn og endað í Hellisgerði. Áð verður í Hellgisgerði þar sem félagið var stofnað fyrir heilu ári og einum degi síðan. Endilega komið með nesti.
Kveðja,
Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, formaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Cool! Mæti

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 20.6.2007 kl. 14:28

2 identicon

Ég mun leggja mig alla fram um að mæta.  En ég má til að lýsa hrifningu minni á myndunum af stjórnarkonunum. 

Eitt enn, ætlið þið að hafa með ykkur nesti sem gutlar í?

 Kveðja - sej í gbæ

Sigríður Erla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Flott mynd af þér! En ég myndi gjarnan vilja koma við upp á holti ef það er opið  þar sem mótorreiðhjólin fást  - við Stebba vorum svo "gasalega skotnar" eftir prufutúrin í gær.

Valgerður Halldórsdóttir, 20.6.2007 kl. 15:02

4 Smámynd: Hjólreiðafélag hafnfirskra kvenna

Já það má gutla í þessu en þar sem ég er líka formaður Bindindisfélags hafnfirskra kvenna þá kem ég með óáfengt gutl og svo syng ég edrúlegar drykkjuvísur.

E

Hjólreiðafélag hafnfirskra kvenna, 20.6.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Verður ekki hjólað annað kvöld?

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 26.6.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband