Færsluflokkur: Lífstíll

Við erum byrjaðar!

hafnar1Það var góð stemming í fyrsta formlega hjólatúr HHK í ár. Hittumst við kl. 11.00 við Hafnarborg og héldum út  á hafnargarðinn í fallegu veðri. Því næst fórum við upp á Holt og þaðan í kaffi á Kænunni.  Við tókum þá ákvörðun að nýta Kænuna sem endastöð í sumar. Maltið mun vera einstaklega gott á þeim stað að sögn formannsGrin  Hjólað er á  á laugardögum frá kl. 11 og á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 í sumar. Við byrjum við Hafnarborg og endum við Kænuna!

Með bestu kveðju Valgerður Aðalritari


Gufudraumar í Kötluhring!

Sauna1Við fórum svokallaðann "Kötluhring" í morgun -  lengri útgáfan. Hringurinn er nefndur eftir Kötlu, hundinum hennar Brynhildar sem hefur stundum hjóla með okkur.

Á leiðinni kviknaði áhugi fyrir því að enda hjólaferðirnar á gufu og heitum potti. Spurning hvort við látum það ekki eftir okkur fljótlega. Annars var áhuginn það mikill að við formaðurinn fórum eftir hjólaferðina bæði í Bykó og Húsasmiðjuna í Hafnarfirði til að kanna hvað kostaðu litil hús sem mætti skella á lóðinni hjá okkur og setja upp gufubaðsaðstöðu.

Til að gera langa sögu stutta þá voru engin hús til hjá þeim í Hafnarfirði, en við verðum að gera okkur ferð inn í Kópavog til að sjá hvað er í boði þar. Við skulum sjá hvað áhuginn endist Tounge

Mynd var tekin í Suðurbæjarlaug í morgun að loknum hjólatúr Whistling 

Valgerður Aðalritari


Og koma svo konur!

Túrinn var fínn á laugardaginn og fórum við inn í Garðabæ og upp Sjálandið. Reyndum  við að forðast brekkur Blush eins og hægt var í ferðinni. Sumrleyfissukkið sagði eitthvað aðeins til sín Crying.  Nú er ekkert annað en að koma sér í form aftur Winkog taka góðan túr á miðvikudaginn.

Með bestu kveðju Valgerður Aðalritari


Kaer kvedja fra Spani!

Saelar mina kaeru hjolavinkonur

Hedan er allt gott ad fretta fra Spani. Verd ad vinukenna ad litid er um hreyfingu tessa dagana. Rulla ut ur ruminu, ut a bekk og svo aftur upp i rum. Algert letilif. Hinsvegar eru her spraekir karlmenn sem hjola eins og teir eigi lifid ad leysa - er ad hugsa um ad skra mig i klubbinn teirra Smile a medan eg er her. Hlakka til ad hitta ykkur.

 Med bestu kvedju fra Valgerdi Adalritara - ykkar konu a Spani Cool


Óopinber heimsókn

BessastaðirÍ blíðviðrinu í gærkvöldi (11 júlí) hjóluðu átta konur 12 kílómetra hver og reiknast mér til að það séu 96 km alls. Lagt var af stað frá Hafnarborg og hjólað að Garðaholti. Þar sást í myndarbýlið Bessastaði og var þá ákveðið að bruna þangað í óopinbera heimsókn. Þar var auðvitað allt læst og ekkert lífsmark. Én þar var engu að síður sama sagan og við Kænuna á laugardag. Við gerðum stuttan stans á bílastæðinu við kirkjuna og þá bókstaflega fylltist allt af fólki, aðallega karlfólki. Þarna komu bifhjólamenn, sem  flautuðu á okkur, og erlendir ferðamenn sem þóttust ekki sjá okkur.  

Sjáumst hressar á laugardaginn kl. 11.

Formaðurinn


Aftur miðvikudagur

 Kænan

Sælar konur

Ég undirrituð formaður HHK og Aðalritarinn Valgerður vorum einar í laugardagstúrnum. Við tókum höfnina með stæl og enduðum í lönsj á Kænunni. Fljótlega eftir við lögðum dömuhjólunum okkar fyrir utan staðinn klukkan tólf þá bókstaflega fylltist staðurinn af fjallmyndarlegum mönnum sem komu til að skoða okkur. Okkur var hins vegar bent á að margir hraustir menn fengju sér þarna mömmumat í hádeginu flesta daga vikunnar. Wink 

Í kvöld væri gaman að hitta fleiri hjólakonur og skora ég á allar þær sem eru á landinu að fjölmenna við Hafnarborg klukkan átta í kvöld. Kannski sýnum við ykkur höfnina og kallana. 

Besta kveðja,

Eiríksína, formaður HHK 


Formaðurinn er kominn

SkotlandSælar konur.

Mér skilst að aðalritarinn hafi reynt að halda uppi heiðri okkar og standa fyrir uppákomum í fjarveru minni en það hafi verið meira í orði en á borði vegna ýmissa forfalla.
Á meðan þið nutuð veðurblíðunnar hér heima hjólaði ég og sigldi í mígandi rigningu í Skotlandi. Svo var líka reynt að drepa mig á flugvellinum í Glasgow svo ég er ósköp fegin að vera komin heim í hitann og friðinn.
Ég myndi gjarnan vilja taka vel á því í veðurblíðunni í kvöld og hjóla áleiðis til borgarinnar, jafnvel alla leið í Nauthólsvík. Skora á allar hressar konur sem ekki eru farnar í frí að mæta við Hafnarborg kl. átta í kvöld miðvikudag.

ps. læt hér fylgja mynd af mér þar sem ég stend kappklædd með lapþunnt kaffi í krummaskuði í Skotlandi og reyni að bíða af mér rigninguna í strætóskýli. Gafst auðvitað upp eftir smátíma og mér skilst að það rigni þarna enn.


Munið miðvikudagstúrinn!

bikeSælar konur! 

Laugardagstúrinn var fínn, en við Guðrún Helga mættum tvær í yndislegu veðri og hjóluðum út á Álftanes og enduðum í kaffi á Thorsplani. 

Á morgun  ætlum að hittast við Hafnarborg  kl. 20.00 og hjóla já hvert?

Ef engin önnur  er með tillögu þá legg ég til að við hjólum inn í Garðabæ og heim í gegnum Setbergið. Við byrjum á að fara út Herjólfsgötuna, framhjá Hrafnistu og þaðan yfir í Garðabæ. Síðan hjólum við út Strandveginn og þaðan að Stjörnuheimilinu - og síðan inn í Hafnarfjörð - framhjá  Fjarðarkaupum - út í Setberg  - meðfram Læknum og endum síðan í Hafnarborg.

 Formaðurinn er úti - en við reynum auðvitað að gera hana stolta af okkur og mætum sem flestar.Smile

Með bestu kveðju

Valgerður Aðalritari


Afmælistúr

hjolakonaÍ kvöld verður að venju hist við Hafnarborg kl.20:00. Við munum hjóla út að Garðaholti, þaðan yfir á Álftanesveg, í gegnum Norðubæinn og endað í Hellisgerði. Áð verður í Hellgisgerði þar sem félagið var stofnað fyrir heilu ári og einum degi síðan. Endilega komið með nesti.
Kveðja,
Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, formaður


Til hamingju með daginn HHK konur - við erum eins árs 19. júní!

 

afmaelishjol Nú er ekkert annað en að skella sér í bleika dressið og út að hjóla - jú, það er bara 19. júní  og HHK afmæli einu sinni á ári!

Við munum auðvitað bera af á götum bæjarins, en eins og flestum er kunnugt um þá hefur nokkuð stór hópur HHK kvenna verið að æfa "hjólafimleika" tvisvar í viku þ.e. á miðvikudögum kl. 20 og á laugardögum kl. 11 -  í heilt ár!  Í tilefni afmælisins leggur stjórnin til að hjólakonur taki með sér nesti í hjólatúrinn  á miðvikudaginn- gjafir eru vel þegnar Smile

Sjáumst á miðvikudaginn við Hafnarborg -  og tökum með okkur afmælisnesti!  Valgerður Aðalritari

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband