4.7.2007 | 11:35
Formaðurinn er kominn
Mér skilst að aðalritarinn hafi reynt að halda uppi heiðri okkar og standa fyrir uppákomum í fjarveru minni en það hafi verið meira í orði en á borði vegna ýmissa forfalla.
Á meðan þið nutuð veðurblíðunnar hér heima hjólaði ég og sigldi í mígandi rigningu í Skotlandi. Svo var líka reynt að drepa mig á flugvellinum í Glasgow svo ég er ósköp fegin að vera komin heim í hitann og friðinn.
Ég myndi gjarnan vilja taka vel á því í veðurblíðunni í kvöld og hjóla áleiðis til borgarinnar, jafnvel alla leið í Nauthólsvík. Skora á allar hressar konur sem ekki eru farnar í frí að mæta við Hafnarborg kl. átta í kvöld miðvikudag.
ps. læt hér fylgja mynd af mér þar sem ég stend kappklædd með lapþunnt kaffi í krummaskuði í Skotlandi og reyni að bíða af mér rigninguna í strætóskýli. Gafst auðvitað upp eftir smátíma og mér skilst að það rigni þarna enn.
Athugasemdir
Gasalega er ég lukkuleg að vera búin að fá formanninn heim - en mé finnst engu að síður vegið að starfsheiðri mínum sem Aðalritara HHK . Vil láta sleikja úr mér fýluna í kvöld.
Valgerður Halldórsdóttir, 4.7.2007 kl. 11:41
Já, aðalritari. Ég skal sleikja úr þér fýluna í kvöld. Ég keypti mjög laglega hjólhestapumpu í Skotlandi og það getur verið að þú fáir að prófa hana.
Kveðja, formaðurinn
Hjólreiðafélag hafnfirskra kvenna, 4.7.2007 kl. 11:59
Æi takk takkkkkkkkk............................ - nú get ég tekið gleði mína á ný! Það er bara eitt - stórt "A" í aðalritari
Valgerður Halldórsdóttir, 4.7.2007 kl. 13:01
Get ekki annað en lesið eitthvað dörtí úr þessu hjá ykkur En nú er virkjunarsinninn byrjaður að blogga á fullu. Vona að ég geti haldið í við Aðalritarann.
svarta, 4.7.2007 kl. 18:36
Takk fyrir hjólatúrinn í kvöld. Ég náði markmiðinu mínu, mælirinn var í 100,5 km þegar ég stoppaði í bílskúrnum :)
Hvernig væri svo að láta vera að því að fara í nauthólsvíkina á laugardaginn?
Kveðja, Sandra
Sandra (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:06
Finnst ég útskúfuð, jöðruð og kúguð. Bað um vináttu. Einfalda bloggvináttu. Án allra skuldbindinga. Í staðinn fék ég bara svip og tón.
svarta, 5.7.2007 kl. 09:11
Æi, hvað er í gangi? Er ekki kominn tími til að þú farir út að hóla Kristín mín - það er svo hressandi fyrir sál og líkama
Valgerður Halldórsdóttir, 5.7.2007 kl. 20:08
Já Sandra hvernig væri að fara í Nauthólsvíkina því það eru alveg 30 kílómetrar fram og til baka og ég er að hugsa um að fara að borga sjálfri mér fyrir hven kílótmeter. Og Svarta mikið væri gaman ef þú kæmist með okkur 'skan. EN hver var að senda þér svip og tón?? Láttu mig vita og ég skal tukta aðilann til og þá meina ég auðvitað með orðum en ekki hnefum þar sem ég er illa haldin af gik(G)t.
Eiríksína Eyja formaður HHK
Eiríksína (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:27
OMG er formaðurinn kominn meg gikkkkkt? Er hún að ganga?
Sko af því að ég kemst ekki út að hjóla (með ykkur) langaði mig svo að vera bloggvinur HHK. Ég á roslaega fáa bloggvini nebblega. Virkjunarsinnar eru frekar óvinsælir. En HHK vill ekki vera (blogg)vinur minn
svarta, 6.7.2007 kl. 08:39
Hlakka til að koma heim og fara í hjólatúr kæri bloggvinur
svarta, 7.7.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.