Gufudraumar í Kötluhring!

Sauna1Við fórum svokallaðann "Kötluhring" í morgun -  lengri útgáfan. Hringurinn er nefndur eftir Kötlu, hundinum hennar Brynhildar sem hefur stundum hjóla með okkur.

Á leiðinni kviknaði áhugi fyrir því að enda hjólaferðirnar á gufu og heitum potti. Spurning hvort við látum það ekki eftir okkur fljótlega. Annars var áhuginn það mikill að við formaðurinn fórum eftir hjólaferðina bæði í Bykó og Húsasmiðjuna í Hafnarfirði til að kanna hvað kostaðu litil hús sem mætti skella á lóðinni hjá okkur og setja upp gufubaðsaðstöðu.

Til að gera langa sögu stutta þá voru engin hús til hjá þeim í Hafnarfirði, en við verðum að gera okkur ferð inn í Kópavog til að sjá hvað er í boði þar. Við skulum sjá hvað áhuginn endist Tounge

Mynd var tekin í Suðurbæjarlaug í morgun að loknum hjólatúr Whistling 

Valgerður Aðalritari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sælar stelpur,

Ég er stödd í gufubaði, 35 stiga hita í Colorado Springs, hefði viljað vera hjá ykkur kroppunum á myndinni  ......

Annars misskildi ég þetta fyrst og hélt að Katla væri farin að hjóla

Bestu kveðjur frá USA, Bryndís Svavarsd.

Bryndís Svavarsdóttir, 28.8.2007 kl. 03:00

2 identicon

Gufubaðsdraumar halda áfram og það er spurning hvort að HHK reisi sér ekki gufuhof á miðjum Kötluhringnum.  Það gæri verið eitthva í líkingu við Hobbitahúsin, nær ósýnilegt í hrauninu. 
 Já, og Bryndís gangi þér vel í hlaupunum þara í USA og ef þú sérð konur á hjólum þá berðu þeim kveðju okkar.
Eiríksína

Eiriíksína Kr. Ásgrímsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Hef adallega stundad sauna i Stokkholmi, eitthvad adeins minna um hjolreidar

Valgerður Halldórsdóttir, 2.9.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband