11.7.2007 | 14:53
Aftur miðvikudagur
Sælar konur
Ég undirrituð formaður HHK og Aðalritarinn Valgerður vorum einar í laugardagstúrnum. Við tókum höfnina með stæl og enduðum í lönsj á Kænunni. Fljótlega eftir við lögðum dömuhjólunum okkar fyrir utan staðinn klukkan tólf þá bókstaflega fylltist staðurinn af fjallmyndarlegum mönnum sem komu til að skoða okkur. Okkur var hins vegar bent á að margir hraustir menn fengju sér þarna mömmumat í hádeginu flesta daga vikunnar.
Í kvöld væri gaman að hitta fleiri hjólakonur og skora ég á allar þær sem eru á landinu að fjölmenna við Hafnarborg klukkan átta í kvöld. Kannski sýnum við ykkur höfnina og kallana.
Besta kveðja,
Eiríksína, formaður HHK
Athugasemdir
Hlakka til að heyra hvað margar mættu og hvernig gekk!
svarta, 11.7.2007 kl. 15:15
Obbobb - oj! Algert leyndó
Valgerður Halldórsdóttir, 11.7.2007 kl. 22:21
Hjartanlega velkomin heim Eiríksína og sömuleiðis þið allar, hjólreiðakonur, því auðvitað var þetta eina ástæðan fyrir því að við mættum ekki fleiri, við vorum (og erum) allar í sumarferðum hér og þar. Ekki rétt?
Erla í Garðabænum (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.