18.6.2007 | 13:13
Kvennahlaup og 17. júní
Það var ánægjulegt að hitta HHK konur í kvennahlaupinu. Bryndís var til fyrirmyndar en hún hafði hjólað af Völlunum inn í Garðabæ - og síðan hringinn. Þegar ég ræddi við hana var hún búin að fara 17km og átti eftir að hjóla heim.
Rannveig mætti ásamt sínum manni á Þórsplanið á hjólinu á 17. júní. Tóku þau sig vel út !
Með bestu kveðju - Valgerður Aðalritari
Athugasemdir
Sælar dömur, ég verð að viðurkenna að ég sveik hjólið þegar kvennahlaupið var og hljóp en ekki hjólaði í kvennahlaupið. Síðan hljóp ég 10 km hringinn. . . sem var mér til mikillar undrunar rétt mældur eða 10,1 km. Ég hafði alveg eins búist við að hann væri ca 7,5.km. Í fyrra mældist nefnilega 9 km. hringurinn aðeins 7km. á GPS úrinu mínu. En hvað eru 2 km á milli kvenna . . . ekkert til að æsa sig yfir. Síðan þurfti konan að hlaupa heim á eftir. Hlaupin vegalengd þennan dag mældist ekki nema 21 km, því konan var tekin upp í bíl á Lækjargötunni og keyrð heim. En nú er um að gera að vinna upp hjólatúrs-tapið frá laugardeginum og mæta á miðvikudagskvöldið . . . og taka með nesti -algjört möst- sjáumst hressar og kátar. Kveðja Bryndís
Bryndís (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.