18.6.2007 | 15:23
Bleikur dagur á morgun
Sælar allar hressar HHK konur og til hamingju með þennan nýja samskiptavettvang!! Flott þetta stjórnarkonur.
Ég má til að minna ykkur allar á að á morgun er kvennadagurinn 19. júní og þá reynum við konur að vera sem allra bleikastar í klæðaburði bæði í vinnunni og svo auðvitað í reiðhjólaferðunum.
Hlakka til líflegra samskipta hér á síðunni - kveðja, Erla úr Garðabænum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 13:13
Kvennahlaup og 17. júní
Það var ánægjulegt að hitta HHK konur í kvennahlaupinu. Bryndís var til fyrirmyndar en hún hafði hjólað af Völlunum inn í Garðabæ - og síðan hringinn. Þegar ég ræddi við hana var hún búin að fara 17km og átti eftir að hjóla heim.
Rannveig mætti ásamt sínum manni á Þórsplanið á hjólinu á 17. júní. Tóku þau sig vel út !
Með bestu kveðju - Valgerður Aðalritari
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 11:25
Kvennahlaup
Til hamingju með daginn!
Eins og alþjóð veit, þá féll laugardagsferð HHK niður - vegna Kvennahlaupsins. Við gerum ráð fyrir að sem flestar mæti í hlaupið en það sjálfsagt mál að hita sig upp og hjóla í Garðabæ. Það er einnig góð leið til að draga úr umferðaröngþveitinu á svæðinu
Með bestu kveðju Valgerður Halldórsdóttir Aðalritari HHK
Lífstíll | Breytt 18.6.2007 kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)